Hlutfall of feitra nemenda við tíu skóla í Stokkhólmi hefur minnkað úr 22% í 16% eftir að neysla sætabrauðs, sælgætis og gosdrykkja var bönnuð þar fyrir fjórum árum.
Tilraunin var hluti af rannsókn sem gerð var á vegum Karolinska-stofnunarinnar í Svíþjóð og birt var í dag á ráðstefnu um offitu sem nú stendur yfir í Ungverjalandi.
Öll sætindi voru bönnuð við skólana tíu og hófu mötuneyti að bjóða upp á hollari mat í hádeginu.
Við aðra skóla sem fylgst var með til viðmiðunar, þar sem reglum var í engu breytt, fjölgaði hins vegar börnum sem teljast of feit úr 18 í 21%
Claude Marcus, prófessor sem stjórnaði rannsókninni, segir að hægt sé að túlka niðurstöðurnar þannig að reglur í skólum geti hjálpað foreldrum að leggja línurnar fyrir börn sín hvað mataræðið varðar.