Áður óþekkt eyja birtist við Grænland

Frá Grænlandi
Frá Grænlandi mbl.is/RAX

Breska blaðið The Independent segir, að teikna þurfi Grænlandskortið upp á nýtt því ný eyja hafi birst við austurströnd landsins. Ís, sem áður var landfastur, bráðnaði og í ljós kom að það sem áður var talinn vera endi á skaga er í raun nokkurra ferkílómetra stór eyja.

Blaðið segir, að Bandaríkjamaðurinn Dennis Schmitt, sem er sérfræðingur í Grænlandi, hafi tekið eftir þessu og nefnt eyjuna Hlýnunareyju (Uunartoq Qeqertoq). Eyjan er um 650 km fyrir norðan heimskautsbaug og í laginu eins og hönd með þremur fingrum. Bandaríska landfræðistofnunin hefur staðfest þennan fund með gervihnattamyndum en þær sýna, að árið 1985 virtist eyjan vera hluti af meginlandinu, árið 2002 var hún tengd við land með mjórri ísspöng en sumarið 2005 var ísinn á sundinu horfin.

Blaðið segir, að þetta sé enn ein vísbendingin um að bráðnum meginíssins á Grænlandi sé mun hraðari en áður var talið. Bráðni íshellan öll myndi það leiða til þess að yfirborð sjávar hækkaði um 7,2 metra.

Frétt Independent

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert