Áfengisneysla eykur líkur á brjóstakrabbameini

Mikil áfengisneysla er sögð auka líkur á brjóstakrabbameini
Mikil áfengisneysla er sögð auka líkur á brjóstakrabbameini Reuters

Áfengisneysla eykur umtalsvert líkur á brjóstakrabbameini samkvæmt rannsókn sem danska vísindakonan Lina Mørch hefur gert á 18.000 dönskum hjúkrunarkonum. Frá þessu segir á vefsíðu danska blaðsins Berlingske Tidende.

Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að þær konur sem drekka 22 til 27 drykki á viku eru tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein en þær sem aðeins drekka 1-3 drykki á viku.

Áfengismagn sem neytt er virðist því hafa talsverð áhrif á það hvort konur veikjast af brjóstakrabbameini, en samkvæmt rannsókninni aukast líkurnar enn frekar ef um er að ræða svokallaða helgardrykkju, þar sem mikils magns áfengis er neytt á stuttum tíma, t.a.m. um helgar. Þá er tekið fram að svo lítið sem fjórir til fimm bjórar á einu kvöldi geti haft neikvæð áhrif.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert