Bjórgátan mikla leyst

Reuters

Hvers vegna hjaðnar froðan á ljós­um bjór hraðar en á dökk­um? Tveir virt­ir vís­inda­menn greina frá því í breska vís­inda­tíma­rit­inu Nature að þeir hafi sett sam­an jöfnu til að lýsa bjór­froðu.

Hún er sam­sett úr ör­smá­um loft­ból­um og lög­un þeirra hef­ur áhrif á hversu hratt þær hreyf­ast. Því hraðar sem þær hreyf­ast, því fyrr springa þær og froðan hjaðnar.

Robert MacP­her­son, stærðfræðing­ur við rann­sókna­stofn­un við Princet­on-há­skóla í New Jers­ey, og Dav­id Srolovitz, eðlis­fræðing­ur við Yes­hi­va-há­skóla í New York, hafa búið til jöfnu til að reikna út hreyf­ing­ar ból­anna.

Eru rann­sókn­ir þeirra byggðar á rann­sókn­um tölv­un­ar­fræðifrum­herj­ans John von Neu­mann, sem setti sam­an jöfnu árið 1952.

Útreikn­ing­um á bjór­froðuat­ferli svip­ar til korn­anna málm­um og leir, þannig að jafna MacP­her­sons og Srolovitz ætti að nýt­ast víðar en til að leysa hina alda­gömlu bjórgátu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert