Vísindamenn finna „ofurjörð"

00:00
00:00

Vís­inda­menn telja sig hafa fundið reiki­stjörnu utan sól­kerf­is okk­ar sem þeir segja að gæti vel haft vatn á yf­ir­borði sínu og hita­stig á bil­inu 0-40 gráður. Eru vís­inda­menn farn­ir að kalla plán­et­una ,,of­ur­jörð” vegna þess hve lík­urn­ar eru mikl­ar á að líf geti þrif­ist á reiki­stjörn­unni. Reikistjarn­an er þó 20,5 ljós­ár í burtu, svo það gæti reynst tíma­frekt að heim­sækja hana.

Að sögn frétta­vefjar BBC er plán­et­an á braut um­hverf­is daufa stjörnu, Gliese 581 í stjörnuþok­unni Li­bra.

Stjörnu­fræðing­arn­ir sáu plán­et­una í stjörnukíki, sem er í Chile.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka