Google stelur fyrsta sætinu af Microsoft

Fartölva í Peking sýnir heimasíðu Google sem er orðið öflugasta …
Fartölva í Peking sýnir heimasíðu Google sem er orðið öflugasta vörumerki heims. Reuters

Í fyrsta sinn eru heimsóknir inn á leitarvélina Google fleiri en heimsóknir inn á vefi Microsoft. Heimsóknir inn á alla vefi Google voru 528 milljónir í marsmánuði en heimsóknir á vefi Microsoft, t.d. Live Search og fleiri vefi, voru 526,9 milljónir. Heimsóknir á Google hafa aukist um 13% á einu ári en heimsóknir á vefi Microsoft hefur fjölgað um 4% á sama tíma.

Þetta kemur fram í mælingum bandaríska talningarfyrirtækisins Comscore sem birtar voru í dag. Upplýsir það að Google geti þakkað þetta síaukinni aðsókn inn á YouTube síðurnar en tæp 161 milljónir fóru inn á YouTube í mars síðastliðnum en 22 milljónir í mars á síðasta ári.

Aðeins eru átta ár síðan Google var stofnað og á þessu ári var það valið öflugasta vörumerki heims og skaut þar þekktum vörumerkjum á borð við Coca -Cola, General Electric og Microsoft ref fyrir rass. Verðmæti vörumerkisins Google er um 66,4 milljarðar bandaríkja dollarar samkvæmt árlegri skýrslu fyrirtækisins Millward Brown sem birtist á mánudag.

Samkvæmt lista Comscore er leitarvélin Yahoo! í þriðja sæti með 473,3 milljónir heimsókna í mars sem er aðeins 1% aukning á milli ára. Síður Times Warner eru í fjórða sæti með 21 % fjölgun milli ára og 272 milljónir heimsókna. EBay er í fimmta sæti með 256 milljónir heimsókna í marsmánuði.

MGoogle beygði sig undir kröfur kröfur kínverskra stjórnvalda fyrir ári …
MGoogle beygði sig undir kröfur kröfur kínverskra stjórnvalda fyrir ári síðan. Þenda Google orðið öflugasta vörumerki í heimi Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert