Steinaldarmenn lifðu fjörugu kynlífi

Venus frá Willendorf.
Venus frá Willendorf.

Ný rann­sókn bend­ir til þess, að fólk sem var uppi á stein­öld hafi lifað fjör­ugu kyn­lífi. Bresk­ur forn­leifa­fræðing­ur seg­ir að fólk á þess­um tíma hafi stundað hópkyn­líf, haldið kyn­lífsþræla og notað kyn­lífs­leik­föng. Þá séu einnig vís­bend­ing­ar um klæðskipt­inga.

Breska blaðið The Times hef­ur eft­ir Timot­hy Tayl­or, forn­leifa­fræðingi í Bra­dfor­d­há­skóla í Bretlandi, að stein­ald­ar­menn, sem ann­ars lifðu mjög frum­stæðu lífi, hafi stundað kyn­líf sér til ánægju en ekki aðeins til að fjölga sér eins og meiri­hluti vís­inda­manna, sem rann­sakað hafa þessa hluti, hafi til þessa haldið fram.

Tayl­or seg­ir að 30 þúsund ára göm­ul stytta af nak­inni konu, sem nefnd hef­ur verið Ven­us frá Wil­lendorf, og jafn­göm­ul reður­mynd úr steini, sem fannst í þýsk­um helli, sanni að kyn­líf á þess­um tíma snér­ist ekki aðeins um að eign­ast börn.

Hann seg­ir, að ein­kvæni hafi nán­ast orðið nauðsyn­legt þegar maður­inn þróaðist frá því að veiða sér til mat­ar og fór að stunda land­búnað og tók þar með upp fasta bú­setu.

Frétt The Times

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert