Steinaldarmenn lifðu fjörugu kynlífi

Venus frá Willendorf.
Venus frá Willendorf.

Ný rannsókn bendir til þess, að fólk sem var uppi á steinöld hafi lifað fjörugu kynlífi. Breskur fornleifafræðingur segir að fólk á þessum tíma hafi stundað hópkynlíf, haldið kynlífsþræla og notað kynlífsleikföng. Þá séu einnig vísbendingar um klæðskiptinga.

Breska blaðið The Times hefur eftir Timothy Taylor, fornleifafræðingi í Bradfordháskóla í Bretlandi, að steinaldarmenn, sem annars lifðu mjög frumstæðu lífi, hafi stundað kynlíf sér til ánægju en ekki aðeins til að fjölga sér eins og meirihluti vísindamanna, sem rannsakað hafa þessa hluti, hafi til þessa haldið fram.

Taylor segir að 30 þúsund ára gömul stytta af nakinni konu, sem nefnd hefur verið Venus frá Willendorf, og jafngömul reðurmynd úr steini, sem fannst í þýskum helli, sanni að kynlíf á þessum tíma snérist ekki aðeins um að eignast börn.

Hann segir, að einkvæni hafi nánast orðið nauðsynlegt þegar maðurinn þróaðist frá því að veiða sér til matar og fór að stunda landbúnað og tók þar með upp fasta búsetu.

Frétt The Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert