Finna lykil að langlífi

Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundið út hvers vegna hófsemi í mat kann að eiga þátt í að lengja líf manna. Rannsóknir á erfðaefni orma leiða í ljós gen sem eiga þátt í þeim viðbrögðum við minni inntöku kaloría að lengja ævi þeirra.

Greint er frá niðurstöðunum í tímaritinu Nature en þær renna stoðum undir þá gömlu tilgátu að lífverur lifi lengur sé kaloríufjöldinn takmarkaður. Bjartsýnismenn telja þessa vitneskju munu færa vísindin nær þeim áfanga að geta framleitt pillu sem lengir mannsævina um allt að 40% með því að herma eftir viðbrögðum ormagensins.

Þangað til geta hófsemdarmenn í mat og drykk glaðst yfir því að eiga í vændum langlífi. Hinir geta sagt þetta misskilning, tími hófsamra líði einfaldlega hægar í leiðindum meinlætisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert