Finna lykil að langlífi

Banda­rísk­ir vís­inda­menn telja sig hafa fundið út hvers vegna hóf­semi í mat kann að eiga þátt í að lengja líf manna. Rann­sókn­ir á erfðaefni orma leiða í ljós gen sem eiga þátt í þeim viðbrögðum við minni inn­töku kal­oría að lengja ævi þeirra.

Greint er frá niður­stöðunum í tíma­rit­inu Nature en þær renna stoðum und­ir þá gömlu til­gátu að líf­ver­ur lifi leng­ur sé kal­oríu­fjöld­inn tak­markaður. Bjart­sýn­is­menn telja þessa vitn­eskju munu færa vís­ind­in nær þeim áfanga að geta fram­leitt pillu sem leng­ir mann­sæv­ina um allt að 40% með því að herma eft­ir viðbrögðum orma­gens­ins.

Þangað til geta hóf­semd­ar­menn í mat og drykk glaðst yfir því að eiga í vænd­um lang­lífi. Hinir geta sagt þetta mis­skiln­ing, tími hóf­samra líði ein­fald­lega hæg­ar í leiðind­um mein­læt­is­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert