Gervihúð í stað tilrauna á dýrum

Tilraunadýr um heim allan geta vonandi andað léttar á næstunni
Tilraunadýr um heim allan geta vonandi andað léttar á næstunni Reuters

Tilraunir snyrtivöruframleiðenda á dýrum gætu brátt orðið úr sögunni, en framleiðandinn L’Oreal hefur þróað próf sem nýlega var samþykkt af Evrópusambandinu, þar sem notuð er gervi-mannshúð í stað dýra. Vefsíða Berlingske Tidende segir frá þessu.

Á máli sem leikmenn geta skilið er um mennska húð að ræða, sem ræktuð er á tilraunastofum. L’Oreal hefur unnið að rannsóknum á gervihúð í um 20 ár, en rannsóknirnar eru nú komnar á það stig að húðin hefur fengið viðurkenningu Evrópusambandsins til notkunar.

Gervihúðina, sem ber heitið Episkin, er nú hægt að nota í hvers kyns tilraunum á ertingu og til að mæla ofnæmisviðbrögð að sögn talsmanna L’Oreal, hvort sem er í lyfjageiranum, snyrtivöruþróun eða í efnafræði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert