Hægt að koma böndum á losun gróðurhúsalofttegunda

Karlmaður í Ayutthaya héraði á Taílandi svamlar í mengaðri tjörn …
Karlmaður í Ayutthaya héraði á Taílandi svamlar í mengaðri tjörn í leit að hlutum sem hægt er að selja. Vísindamenn náðu í morgun samkomulagi á fundi í Bangkok um tillögur í loftslagsmálum. Reuters

Sér­fræðing­ar, sem fundað hafa á veg­um Sam­einuðu þjóðanna í Bang­kok á Taílandi, eru sam­mála um að hægt sé með viðun­andi kostnaði að koma í veg fyr­ir frek­ari aukn­ingu los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda út í and­rúms­loftið. Segja sér­fræðing­arn­ir að auk­in notk­un end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa, stöðvun eyðing­ar regn­skóga og betri ork­u­nýt­ing muni m.a. stuðla að þessu mark­miði.

Þetta er þriðja skýrsl­an frá vís­inda­manna­hópi sem Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa kallað sam­an en mark­mið vinn­unn­ar er að benda á leiðir til að draga úr loft­meng­un og leggja mat á kostnað því sam­fara.

Raj­endra Pachauri, for­seti fund­ar­ins í Bang­kok, sagði á blaðamanna­fundi í morg­un að mann­kynið verði að breyta neyslu­venj­um sín­um. Í skýrsl­unni seg­ir, að ef koma eigi í veg fyr­ir víðtæk­ar lofts­lags­breyt­ing­ar verði að stöðva aukn­ingu los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda og byrja að draga úr henni eft­ir 10-20 ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert