Gröf Heródesar fundin

Borgarmúrar Jerúsalem sem Heródes lét reisa.
Borgarmúrar Jerúsalem sem Heródes lét reisa. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ísra­elsk­ur forn­leifa­fræðing­ur hef­ur fundið gröf Heródes­ar kon­ungs á hæð sunn­an við Jerúsalem borg­ar sem Heródes lét meðal ann­ars byggja upp. Hebr­eski há­skól­inn í Jerúsalem til­kynnti þetta fyr­ir skömmu. Gröf­in eða graf­hvelf­ing­in er á stað sem nefn­ist Herodi­um, þar sem Heródes byggði sér hall­ar­hverfi á hæðinni.

Há­skól­inn hafði hugsað sér að halda fund­in­um leynd­um fram að fyr­ir­hugaðri kynn­ingu á morg­un en blaðamenn komust á snoðir um málið og birt­ust frétt­ir af því að vefsíðu dag­blaðsins Haaretz fyrr í dag.

Heródes komst til valda í hinu helga landi er Róm­verj­ar gerðu það að skattríki sínu um 74 fyr­ir Krist. Hann lét byggja virk­is­vegg í kring­um Jerúsalem, hluti af þeim vegg stend­ur enn. Heródes lét einnig til sín taka í upp­bygg­ingu í Jeríkó og víðar.

Haaretz sagði að upp­götv­un­in á Herodi­um hefði verið gerð af forn­leifa­fræðingn­um Ehud Netzer sem er pró­fess­or við há­skól­ann og hef­ur unnið að upp­greftri á þess­um stað frá 1972.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert