Vara við eldhættu í salernisskálum

Japanskir salernisframleiðendur gáfu í dag út viðvörun vegna þess að eldur hafi komið upp í að minnsta kosti 105 rafknúnum salernum í Japan síðan árið 1984.

Hafa stjórnvöld fyrirskipað umfangsmikla rannsókn málsins, en stærsti salernisskálaframleiðandi landins, Toto, greindi frá því að á undanförnu ári hafi eldur kviknað í nokkrum skálum vegna galla í raflögnum í þeim.

Í nokkrum tilvikum mun eldurinn hafa sleikt baðherbergisveggi og loft, en ekki hafa borist neinar fregnir af því að einhvern hafi sakað, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins.

Rafknúin hátæknisalerni, búin vatnsúðurum og þurrkara, eru á hverju heimili í Japan. Z-línan frá Toto, sem vandræðum hefur valdið, er einnig með nuddúðara og lyktareyði, auk þess sem það opnast og lokast sjálfvirkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert