Munnmök ein ástæða krabbameins í hálsi

Bandarískir vísindamenn við John Hopkins háskólann staðhæfa að vírus sem smitist við munnmök geti orsakað ákveðið tilfelli krabbameins í hálsi og sé mun stærri áhættuþáttur en tóbaks- eða áfengisneysla. Þetta er í fyrsta sinn sem það er sannað. Þrjú hundruð manns tóku þátt í rannsókninni og þeir sem höfðu stundað munnmök voru líklegri til að greinast með þetta tiltekna og sjaldgæfa krabbamein í hálsi. Gagnrýnendur segja að kanna þurfi fleiri til að fá ábyrga niðurstöðu.

Á vef breska ríkisútvarpsins segir að rannsóknin sem birtist í The New England Journal of Medicine sýni að áhættan við að fá þessa tegund hálskrabbameins væri tæplega níu sinnum meiri hjá fólki sem sagðist hafa haft munnmök við fleiri en sex bólfélaga.

Aðrir sérfræðingar segja hins vegar að stærra úrtak þurfi til að fá endanlega niðurstöðu.

Til eru meira en 100 mismunandi tegundir af kynfæravörtum. Tvær tegundir kynfæravarta er ástæðan að baki flestra tilfella leghálskrabbameins. Á vef íslenskra læknanema sem standa fyrir forvarnarstarfi um kynlíf meðal ungs fólks, að 50-75% allra sem stunda kynlíf geti átt von á að fá kynfæravörtur af einhverju tagi á lífsleiðinni.

vefur læknanema

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert