Citroën 2CV endurlífgaður

Citroën 2CV er betur þekktur undir nafninu bragginn hér á …
Citroën 2CV er betur þekktur undir nafninu bragginn hér á landi.

Hinn frægi Citroën 2CV, sem betur er þekktur undir nafninu „bragginn" á Íslandi mun verða endurlífgaður og tilbúinn á markað árið 2009 ef marka má nýlegar fregnir frá framleiðendum Citroën. Franski framleiðandinn fylgir þannig í fótspor ótal annarra bílaframleiðenda sem vilja lifa örlítið betur á fornri frægð og eru nærtækustu dæmin kannski Mini, Ford GT og Fiat 500 sem er á leið á markað og mun líklega verða í beinni samkeppni við 2CV.

Það er alltaf viss hætta á því að bílar sem þessir útvatnist frá hugmynd til framleiðslu. Slíkt gerðist t.d. með VW Bjölluna, en eins og allir vita er nýja bjallan með vélina að framan en sú gamla er með hana að aftan.

Citroën lofar samt að skemmtilegum séreinkennum bílsins verði haldið. Þar má telja gírstöngina í mælaborðinu og útlitið mun sækja mikið til gamla bílsins en að öðru leyti verður bíllinn hlaðinn nýjustu tækni sem gamli bragginn hafði ekki.

Spurningin er svo sú hvort tæknin muni þynna formúluna út, eða hvort genin frá þeim gamla skila sér alla leið yfir í framleiðslubílinn.

Citroën hætti framleiðslu á 2CV árið 1990 en þá var búið að framleiða bílinn frá árinu 1948. Skilaði þetta langa framleiðslutímabil hvorki meira né minna en 3.872.583 eintökum á götuna. Óvíst er hvort næsta kynslóð bílsins muni njóta jafn mikillar velgengni en ljóst er að ef bíllinn verður vel heppnaður þá gæti hann lífgað mikið upp á götumynd Evrópu, líkt og sá gamli gerði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert