Friðrik Skúlason ehf., framleiðandi F-PROT Antivirus, hefur skipulagt málþing um veiruvarnaprófanir í Reykjavík í næstu viku og segir fyrirtækið að um sé að ræða fyrsta málþing í heimi um þetta efni. Yfir 60 helstu veiruvarnasérfræðingar heims taka þátt í þinginu.
Sérfræðingar nokkurra fyrirtækja, þar á meðal Symantec, ESET, Bitdefender, Kaspersky, AV-Test GmbH, flytja fyrirlestra og ræða þessi málefni. Fulltrúar Friðriks Skúlasonar á málþinginu verða veiruvarna- og tölvuöryggissérfræðingarnir Michael St. Neitzel og Vesselin Bontchev. Þeir hafa báðir verið að vinna við tölvuöryggi frá 1989 og hafa tekið þátt í fjölmörgum veiruvarna- og öryggisráðstefnum sem fyrirlesarar.
Takmark málþingsins er að kenna og ræða bættar og nákvæmari prófunaraðferðir á veiruvarnarforritum.