Sérfræðingar í offitusjúkdómum hafa þróað lóðrétta vinnustöð sem hjálpar starfsmönnum að stunda líkamsrækt og léttast á meðan þeir vinna. Hönnuðir starfsstöðvarinnar, Mayo Clinic í New York, segja að tækið geti hjálpað offitusjúklingum að missa um 30 kíló á ári.
Fimmtán sjálfboðaliðar, sem allir áttu við offituvanda að stríða, brenndu að meðaltali 191 kaloríu á klukkustund með því að nota æfingatækið, sem er talsvert meira en þær 72 kaloríur sem þeir missa með því að sitja aðeins við skrifborðið.
Rannsóknin hefur verið birt í British Journal of Sports Medicine.
Fram kemur á fréttavef BBC að starfstöðin samanstandi af tölvu, lyklaborði og stigvél. Tækið er hannað til þess að vera í notkun í um tvær til þrjár klukkustundir á dag,
Stálrammi tækisins er myndar stafinn „H“ og fjögur gúmmíhjól styðja ramman, svo það er auðvelt að færa tækið.
Á rammanum er þil úr plexígleri sem á eru tveir armar, einn til þess að halda tölvuskjánum og annar fyrir lyklaborðið og músina.
Þá er einnig geymslupláss á tækinu fyrir ýmsa hluti, s.s. blómavasa, bolla, penna og pappír.
Vinnustöðin gerir starfsfólki kleift að labba og vinna, standa og vinna, og þá má einnig setja stól á vinnustöðina þannig að fólk geti setið og unnið. Þá getur notandinn jafnframt stýrt hraða stigvélarinnar.
Vélin kostar 1.000 pund eða rúmar 125.000 kr.