40 milljónir eintaka hafa selst af Windows Vista

Windows Vista er nýjasta stýrikerfið frá Microsoft.
Windows Vista er nýjasta stýrikerfið frá Microsoft. Reuters

Nærri 40 millj­ón­ir ein­taka hafa selst af Windows Vista, nýj­ustu út­gáfu Windows stýri­kerf­is­ins frá Microsoft. Bill Gates, stjórn­ar­formaður Microsoft, sagði á fundi í gær­kvöldi, að sal­an hafi verið betri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir og er Vista það for­rit, sem selst hef­ur hraðast í sögu fyr­ir­tæk­is­ins.

Vista kom á al­menn­an markað í janú­ar og var ótt­ast að sal­an yrði hæg og það kæmi niður á af­komu fyr­ir­tæk­is­ins. Hið gagn­stæða hef­ur nú komið í ljós. Stýri­kerfi frá Microsoft eru á um 90% al­menn­ingstölva í heim­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert