Ávaxtaflugan tekur sjálfstæðar ákvarðanir

Án nokk­urra ytri áreita breyt­ir ávaxta­fluga um stefnu, og seg­ir vís­indamaður að þetta bendi til þess að frjáls vilji sé til, og kunni jafn­vel að vera grund­vall­arþátt­ur í starf­semi heil­ans. Seg­ir hann þetta stang­ast á við viðtekn­ar full­yrðing­ar tauga­vís­inda­manna þess efn­is að heil­inn bregðist ein­göngu við ytri áreit­um.

Það var Björn Brembs, tauga­líf­fræðing­ur við Freie Uni­versitet í Berlín, sem stjórnaði rann­sókn­inni á ávaxta­flugnni, en hún fór þannig fram að flug­urn­ar voru svipt­ar öll­um ytri áreit­um. Var flug­an sett inn í al­hvít­an kassa og fylgst með til­raun­um henn­ar til að breyta um stefnu. Þetta var end­ur­tekið mörg­um sinn­um á mörg­um flug­um.

Brembs seg­ir að í ljós hafi komið að hreyf­ing­ar flug­anna hafi ekki verið al­gjör­lega til­vilj­ana­kennd­ar, held­ur hafi ferðir þeirra fylgt mynstri sem hljóti að eiga ræt­ur í upp­bygg­ingu heil­ans.

„Tauga­vís­inda­menn hafa haldið því fram að sjálf­stæður vilji sé ekki til,“ sagði Brembs. Sú viðtekna skoðun þeirra er byggð á til­raun­um sem Benjam­in Li­bet gerði við Há­skól­ann í Kali­forn­íu í San Francisco á ní­unda ára­tugn­um, er sýndu fram á að áður en maður ákvað að hreyfa sig hafði heil­inn í hon­um þegar byrjað að und­ir­búa hreyf­ing­una. Hef­ur á þess­um for­send­um verið talið að heil­inn bregðist ein­göngu við ytri áreit­um, og „vilji“ sé ekki annað en efti­r­áút­skýr­ing á at­ferli sem þegar er hafið í heil­an­um.

Niður­stöður rann­sókn­ar Brembs birt­ast í tíma­rit­inu Pu­blic Li­brary of Science.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert