Google leyfilegt að birta smámyndir klámsíðna

Merki Google.
Merki Google.

Bandarískur ríkisáfrýjunardómstóll hefur snúið við úrskurði þar sem komið var í veg fyrir að birtar yrðu litlar útgáfur af myndum sem tilheyra klámsíðu er fólk leitar að myndum í Google-leitarvélinni.

Perfect 10, sem gefur bæði út klámtímarit og heldur úti vefsíðu, fór í mál við Google í nóvember árið 2004.

Síðar fór klámfyrirtækið einnig í mál við Amazon.com.

Google segir að það sé leyfilegt að birta smámyndirnar og dómstóllinn komst að sömu niðurstöðu.

Í fyrri dómsúrskurðinum kom hinsvegar fram að smámyndirnar sem birtar eru á vef Google gætu grafið undan tilraunum Perfect 10 að selja farsímanotendum litlar myndir.

Perfect 10 sagði jafnframt að smámyndirnar á vefsíðu Google gerðu það að verkum að notendur gætu fundið aðrar vefsíður þar sem hægt sé að nálgast klámmyndirnar í fullri stærð án leyfis.

Málið þykir endurspegla það vaxandi misræmi sem er á milli tækniþróunar og laganna, sérstaklega hvað varðar höfundarrétt og frjálsa notkun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert