Konur meira áberandi á netinu

mbl.is/Júlíus

Ungar konur á aldrinum 18 – 34 ára eru mest allra Breta áberandi á netinu, en 18% þeirra sem nota netið falli í þann hóp. Meðal karla eru það þeir sem eru eldri en fimmtugir sem mestum tíma eyða á netinu. Hingað til hafa ungir karlar verið þeir sem mest hafa notað netið og segir fréttavefur BBC að tölurnar komi sérfræðingum nokkuð á óvart.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá fyrirtækinu Nielsen/NetRatings, og hefur BBC eftir sérfræðingi fyrirtækisins að um gríðarlega breytingu sé að ræða frá því á fyrstu árum netsins, en þá voru það einkum ungir karlar sem notuðu netið.

Konurnar nota netið til að leita sér hvers kyns upplýsinga, en vefsvæði um fjölskylduna, lifstíl og tísku eru áberandi. Vefsíður um barnauppeldi eru vinsælar hjá eldri konum úr hópnum, en vefir tísuvöruverslana á borð við H&M og Miss Selfridge hjá þeim yngri.

Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Forrester rannsóknafyrirtækinu var meiri upphæðum eytt á netinu í föt og aukahluti tenda þeim árið 2006 heldur en í tölvur og tölvuhluti. Áætlað er að um 22,1 milljarði Bandaríkjadala verði varið í fatakaup á netinu á þessu ári, um 10% af allri fataverslun í heiminum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert