Konur meira áberandi á netinu

mbl.is/Júlíus

Ung­ar kon­ur á aldr­in­um 18 – 34 ára eru mest allra Breta áber­andi á net­inu, en 18% þeirra sem nota netið falli í þann hóp. Meðal karla eru það þeir sem eru eldri en fimm­tug­ir sem mest­um tíma eyða á net­inu. Hingað til hafa ung­ir karl­ar verið þeir sem mest hafa notað netið og seg­ir frétta­vef­ur BBC að töl­urn­ar komi sér­fræðing­um nokkuð á óvart.

Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um frá fyr­ir­tæk­inu Niel­sen/​NetRat­ings, og hef­ur BBC eft­ir sér­fræðingi fyr­ir­tæk­is­ins að um gríðarlega breyt­ingu sé að ræða frá því á fyrstu árum nets­ins, en þá voru það einkum ung­ir karl­ar sem notuðu netið.

Kon­urn­ar nota netið til að leita sér hvers kyns upp­lýs­inga, en vefsvæði um fjöl­skyld­una, lifstíl og tísku eru áber­andi. Vefsíður um barna­upp­eldi eru vin­sæl­ar hjá eldri kon­um úr hópn­um, en vef­ir tísu­vöru­versl­ana á borð við H&M og Miss Selfridge hjá þeim yngri.

Sam­kvæmt ný­legri skýrslu frá For­rester rann­sókna­fyr­ir­tæk­inu var meiri upp­hæðum eytt á net­inu í föt og auka­hluti tenda þeim árið 2006 held­ur en í tölv­ur og tölvu­hluti. Áætlað er að um 22,1 millj­arði Banda­ríkja­dala verði varið í fata­kaup á net­inu á þessu ári, um 10% af allri fata­versl­un í heim­in­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert