Hætt við að breyta uppskriftinni að Mars-súkkulaði vegna mótmæla frá grænmetisætum

Master­foods, fram­leiðandi Mars súkkulaðis hef­ur hætt við að hefja að nota hrá­efni sem inni­held­ur vott af dýra­ensím­um vegna gríðarlegra mót­mæla frá græn­met­isæt­um. Eft­ir að út spurðist að fram­leiðand­inn ætlaði að breyta upp­skrift­inni rigndi inn mót­mæla­bréf­um frá græn­met­isæt­um, segja for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins að það hafi orðið „mjög ljóst, strax” að mis­tök hefðu verið gerð. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Rúm­lega 6.000 bréf, sím­töl og tólvu­póst­ar bár­ust á einni viku auk þess sem 40 bresk­ir þing­menn und­ir­rituðu und­ir­skriftal­ista þar sem þess var kraf­ist að hætt yrði við hug­mynd­irn­ar.

Fiona Daw­son, fram­kvæmda­stjóri Mars í Bretlandi seg­ir við BBC að viðskipta­vin­irn­ir ráði í raun fyr­ir­tæk­inu, og það hafi orðið ljóst mjög fljótt að þeir voru lítt hrifn­ir af hug­mynd­inni. Áætlað er að um þrjár millj­ón­ir Breta seú græn­met­isæt­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert