Masterfoods, framleiðandi Mars súkkulaðis hefur hætt við að hefja að nota hráefni sem inniheldur vott af dýraensímum vegna gríðarlegra mótmæla frá grænmetisætum. Eftir að út spurðist að framleiðandinn ætlaði að breyta uppskriftinni rigndi inn mótmælabréfum frá grænmetisætum, segja forsvarsmenn fyrirtækisins að það hafi orðið „mjög ljóst, strax” að mistök hefðu verið gerð. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Rúmlega 6.000 bréf, símtöl og tólvupóstar bárust á einni viku auk þess sem 40 breskir þingmenn undirrituðu undirskriftalista þar sem þess var krafist að hætt yrði við hugmyndirnar.
Fiona Dawson, framkvæmdastjóri Mars í Bretlandi segir við BBC að viðskiptavinirnir ráði í raun fyrirtækinu, og það hafi orðið ljóst mjög fljótt að þeir voru lítt hrifnir af hugmyndinni. Áætlað er að um þrjár milljónir Breta seú grænmetisætur.