Fjarstýrð smáþyrla til lögreglueftirlits

Lögregla á Norðvestur-Englandi hóf í dag tilraunir með notkun lítillar, fjarstýrðrar þyrlu sem búin er eftirlitsmyndavél, en hugmyndin er að nota hana til eftirlits með glæpamönnum. Þyrlan er um metri að lengd og innan við kíló að þyngd. Þýska fyrirtækið Microdrones smíðar hana, en með henni er hægt að taka myndir úr allt að 500 metra hæð.

Talsmaður lögreglunnar í Merseyside sagði að það gæti borgað sig að nota þetta tæki til eftirlits þar sem annars þyrfti að senda út fjölmennt lögreglulið. Myndavélin í þyrlunni skilar skýrum myndum sem senda má beint til stjórnstöðvar.

Hönnun þyrlunnar byggir að nokkru leyti á ómönnuðum herflugvélum sem notaðar eru til eftirlits.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert