Skammtur af Viagra kann er fram líða stundir að auðvelda mönnum að jafna sig eftir flugferðir yfir mörg tímabelti, að því er ný rannsókn á hömstrum bendir til.
Hamstrar sem voru sprautaðir með smáum skammti af lyfinu voru 20-50% fljótari en hamstrar sem ekki fengu lyfið eftir að ljósið hjá þeim var slökkt sex tímum fyrr en venjulega, sem höfundar rannsóknarinnar segja jafngilda því að flogið sé í austur, til dæmis frá Vesturheimi til Evrópu.
Virka efnið í Viagra nefnist sidenafil, og kann það að „nýtast gegn dægurlotukvillum sem tengjast röskun á samstillingu við umhverfið,“ eins og til dæmis því að ná ekki að festa svefn, og aðlögun að breyttum birtutíma, segir í rannsókninni sem birt er í Proceedings of the National Academy of Sciences.
Rannsóknin var gerð við Þjóðarháskóla Argentínu í Buenos Aires. Lyfið hefur þau áhrif að draga úr magni ensíms í heilanum sem á þátt í að stýra dægursveiflunni, eða hinni svokölluðu líkamsklukku.