Fyrsta símtalið af tindi Everest

Tindur Everest.
Tindur Everest. Reuters

Bretinn Rod Baber varð í gærmorgun fyrstur manna til að hringja af tindi hæsta fjalls heims, Everest, og hóf þar farsímavæðinguna í nýjar hæðir. „Það er kalt, þetta er frábært, Himalæjafjöllin eru um allt,“ sagði Baber í símtalinu, en upptaka af því er á blogginu hans.

„Ég finn ekki fyrir tánum á mér, allir eru ánægðir - við náðum hingað á mettíma, þetta er stórkostlegt,“ sagði Baber af tindinum, í 8.848 m hæð.

Kínverska símfyrirtækið China Telecom reisti farsímamastur við rætur fjallsins að norðanverðu, og því er nú hægt að hringja af tindinum. Forseti Fjallgöngusambands Nepals, Ang Tsering Sherpa, segir farsímasamband á tindinn ákaflega góða viðbót, því fjallgöngumenn séu þar oft í mikilli hættu og geti símasamband auðveldað björgunaraðgerðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka