Finnair hyggst bjóða upp á sms-þjónustu í flugferðum

mbl.is/Finnair

Farþegar með nýjum Airbus A340 þotum sem Finnair tekur í notkun í næsta mánuði geta sent sms og tölvupóst á ferðum frá Helsinki til Japan og Kína.

Hægt verður að senda boðin úr símum sem verða við hvert sæti í vélunum, að því er félagið greindi frá í dag. Þá munu farþegar geta hringt á milli sæta.

Hver skilaboð sem send eru eða tekið er á móti munu kosta sem svarar rúmlega eitt hundrað krónum.

Netþjónusta sem boðið hefur verið upp á í flugferðum hefur hlotið misjafnar undirtektir til þessa. Boeing bauð upp á slíkt í fyrra og náði samningum við stór alþjóðleg flugfélög á borð við Lufthansa og JAL, en hætti við þar sem stór bandarísk félög voru treg til að fjárfesta í þjónustunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert