Líkamsrækt og lýsi öflug vopn gegn aukakílóum

Þeir sem vilja grenn­ast ættu að gleypa nokkr­ar lýs­isperl­ur eft­ir að þeir eru bún­ir í lík­ams­rækt­inni, ef marka má frumniður­stöður ástr­alskra vís­inda­manna sem komust að því að sam­bland af lík­ams­rækt og lýsi minnkaði lík­ams­fitu, og hafði já­kvæð áhrif á kó­lester­ól­magn og æðastarf­semi.

Magn af góðu kó­lester­óli (HDL) jókst hjá þeim þátt­tak­end­um í rann­sókn­inni er tóku ein­ung­is lýsi eða stunduðu lík­ams­rækt og tóku einnig lýsi, og svo­nefnd þríglyseríð (óheilsu­sam­leg blóðfita) minnkuðu einnig. Um leið minnkaði lík­ams­fita þess­ara þátt­tak­enda.

Það voru vís­inda­menn við Uni­versity of South Austr­alia í Adelai­de sem gerðu rann­sókn­ina, en niður­stöður henn­ar birt­ast í American Journal of Cl­inical Nut­riti­on.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert