Fylgst með reki stórrar íseyju

Ayles-íseyjan, fyrir miðri mynd, er hún brotnaði frá Ellesmere-eyju í …
Ayles-íseyjan, fyrir miðri mynd, er hún brotnaði frá Ellesmere-eyju í ágúst 2005. AP

Kanadískir og bandarískir vísindamenn lentu á þriðjudaginn á stórri íseyju nyrst í Kanada til að koma þar fyrir gervihnattasendum í því skyni að fylgjast með reki eyjarinnar, sem nefnd er Ayles-íseyjan. Hún er 16 km löng og fimm km breið, og brotnaði frá Ellesmere-eyju, skammt frá Norður-Grænlandi í ágúst 2005.

Eyjan fannst aftur á móti ekki fyrr en seint á síðasta ári. Þegar hún brotnaði frá ísnum við Ellesmere-eyju kom það fram á jarðskjálftamælum í 250 km fjarlægð, en þá var ekki ljóst hvað hafði gerst.

Sendarnir sem settir verða upp á eynni gefa upplýsingar um rek hennar suð-vestur á bóginn, í átt til Alaska, þar sem talið er að hún geti ógnað olíuborpöllum. Af gervitunglamyndum að dæma hefur eyjuna rekið tæpa 100 km síðan hún brotnaði frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert