Langflestir Íslendingar nota tölvu og netið

Níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 16-75 ára nota …
Níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 16-75 ára nota tölvu og netið. mbl.is/Júlíus

Niður­stöður sýna að tölv­ur eru á 89% heim­ila og 84% heim­ila geta tengst net­inu. Nærri níu af hverj­um tíu nettengd­um heim­il­um nota ADSL, SDSL eða ann­ars kon­ar xDSL teng­ingu og ein­ung­is 7% nettengdra heim­ila nota hefðbundna upp­hringi-teng­ingu eða ISDN.

Í rann­sókn­inni kem­ur fram, að níu af hverj­um tíu Íslend­ing­um á aldr­in­um 16–74 ára nota tölvu og netið, þar af nota flest­ir netið því sem næst dag­lega. Til­gang­ur ein­stak­linga með notk­un nets­ins breyt­ist lítið milli ára og líkt og fyrri ár var miðill­inn helst notaður til sam­skipta og upp­lýs­inga­leit­ar.

Árið 2007 hafði um þriðji hver Íslend­ing­ur pantað og keypt vör­ur eða þjón­ustu um netið á því þriggja mánaða tíma­bili sem spurt var um. Enn er al­geng­ast að fólk kaupi farmiða, gist­ingu eða annað tengt ferðalög­um á net­inu.

Hagtíðindi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert