Bandarísk stjórnvöld áfrýja úrskurði um prófanir einkaaðila á kúariðu

150 dauðsföll hafa verið rakin til kúariðu
150 dauðsföll hafa verið rakin til kúariðu

Bandarísk stjórnvöld ætla að berjast gegn því að kjötframleiðendur geri prófanir á kjöti sínu til að ganga úr skugga um að það sé ekki sýkt af kúariðu. Stærri kjötframleiðendur óttast að ef minni framleiðendur geri prófanir og auglýsi kjöt sitt sem smitfrítt, neyðist þeir til að gera sömu prófanir, sem eru mjög kostnaðarsamar.

Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna prófar innan við 1% af slátruðum kúm, en framleiðandinn Creekstone Farms Premium Beef, vill geraprófanir á eigin vegum, til að geta fullvissað viðskiptavini sína um að það kaupi ósýkta vöru.

Alríkisdómari úrskurðaði í mars sl. að ekki væri hægt að banna slíkar prófanir, úrskurðurinn á að taka gildi þann 1. júní nk. en bandaríska landbúnaðarráðuneytið hyggst áfrýja úrskurðinum.

Um 150 dauðföll um allan heim, flest þó í Bretlandi, hafa verið rakin til kúariðu. Þrjú tilfelli sjúkdómsins hafa komið upp í kúm í Bandaríkjunum, það fyrsta fyrir fjórum árum. „

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert