Netið er eins og stórborg án lögreglu

Í samskiptum fólks í netheimum gilda í rauninni sömu grundvallarreglur og í mannlegum samskiptum almennt, var næsta samdóma álit þeirra sem fluttu erindi um „Netið og siðferði á nýjum tímum,“ á fundi sem upplýsingasvið Biskupsstofu efndi til í morgun.

Fimm fyrirlesarar fluttu erindi um spurningar er vakna í tengslum við netnotkun, ekki síst barna og unglinga. Björn Harðarson sálfræðingur líkti netheimum við stórborg án lögreglu, og segir að foreldrar barna sem hafa netaðgang verði að taka að sér hlutverk lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert