Reyklausar sígarettur væntanlegar í Danmörku

Reuters

Danskur uppfinningamaður ætlar að hefja framleiðslu á reyklausri sígarettu í haust. Sígarettan sem Anders Leonhard Jensen hefur fundið upp inniheldur nikótín og gefur frá sér tóbaksbragð, en enginn reykur kemur frá henni. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.

Að sögn uppfinningamannsins, sem er sjálfur stórreykingamaður að sögn Berlingske, hefur hann unnið í sjö ár að uppfinningunni og hefur fyrirtæki hans fjárfest um 10 milljónum danskra króna.

Ætlunin er að fólk fái svipaða upplifun og þegar það reykir sígarettur og sama bragð í munninn, en án heilsuspillandi efna sem sígarettur annars innihalda að öllu jöfnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert