Úrhelli á Flórída í upphafi fellibyljatíðar

Mikið úrhelli hefur verið á Flórídaskaganum í nótt, en undanfarið hafa geysað þar miklir þurrkar. Hefur yfirborð Okeechobeevatns aldrei staðið lægra en nú. Það er hitabeltisstormurinn Barry sem ber regnið til Flórida, en í nótt var miðja hans úti yfir Mexíkóflóa. Veðurfræðingar telja ekki að Barry nái fellibylsstyrk.

Barry varð til í gær, á fyrsta degi fellibyljatíðarinnar á Atlantshafi, en veðurfræðingar spá því að í ár verði fellibylir og hitabeltisstormar fleiri en í meðaltíð. Segir Veðurstofa Bandaríkjanna að búast megi við að 13-17 hitabeltisstormar myndist, þar af muni sjö til 10 ná fellibylsstyrk og þrír til fimm verða mjög öflugir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert