Hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda og tækniráðs

Geir H. Haarde og Kristján Leósson
Geir H. Haarde og Kristján Leósson mbl.is/Golli
Eftir Ástu Sóleyju Sigurðardóttur

astasoley@mbl.is

Geir H. Haarde forsætisráðherra veitti dr. Kristjáni Leóssyni eðlisverkfræðingi Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs á Rannsóknarþingi Ranníss í gær en það var haldið á Grand hóteli.

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru stærstu verðlaun á vísindasviði á Íslandi en vinningshafinn hlýtur 2 milljónir króna og viðurkenningarskjal. Verðlaunin eru veitt ungum vísindamönnum sem þykja hafa skarað fram úr og skapa væntingar um framlag í vísindastarfi er muni treysta stoðir mannlífs á Íslandi. Almennt er miðað við að tilnefndir vísindamenn séu yngri en 40 ára en getur það þó verið sveigjanlegt.

Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum þegar verðlaunin eru veitt en einnig er hugað að námsferli, sjálfstæði, frumleika og árangri í vísindastörfum svo og ritsmíðum, einkaleyfum og miðlun þekkingar til samfélagsins. Miðað er við að vísindamaðurinn hafi lokið formlegu námi, yfirleitt doktorsnámi.

Kristján er fæddur árið 1970 í Kanada en ólst upp á Íslandi. Hann lauk B.Sc.-prófi í eðlisverkfræði og BA-prófi í heimspeki sem aukagrein frá Queen's University í Kanada árið 1994. Lauk hann síðan M.Sc.-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Kristján lauk doktorsprófi í rafmagnsverkfræði fra Danmarks Tekniske Universtitet árið 2001.

"Örtækni er sú tækni sem gerir kleift að búa til litla hluti og skilja hegðun þeirra, hluti sem eru stærri en einstök atóm en minni en það sem við getum séð, allt þar á milli." Þannig útskýrir Kristján örtækni eða nanótækni eins og hún er kölluð og segir hugtakið einfalt í sjálfu sér.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert