Eftir áratug verður ofnæmi úr sögunni

Frjókorn í lofti valda mörgum ofnæmissjúklingum vandræðum á vorin.
Frjókorn í lofti valda mörgum ofnæmissjúklingum vandræðum á vorin. mbl.is/Árni Torfason

Það eru um það bil 10 til 15 ár þangað til að hægt verði að lækna ofnæmi, heymæði og astma segir prófessor Jan Lötvall hjá Sahlgrenska Akademin í Svíþjóð í samtali við Göteborgs Posten. Hann telur ekki að genarannsóknir séu leiðin í lausninni á þessum vanda sem sífellt stærra hlutfall íbúa hinna þróuðu landa þarf að kljást við.

„Nei, við munum smám saman geta aðgreint hin ólíku prótein eða próteinklasa sem stuðla að astma og ofnæmum,” sagði Lötvall í viðtali sem var tekið í tengslum við ráðstefnu vísindamanna sem rannsaka ónæmiskerfi líkamans og hin ýmsu ofnæmi sem geta hrjáð menn.

„Við höfum þegar orðið margs vísari og með þeirri tækni sem við styðjumst við hefur þessi erfiða vinna farið að ganga mun hraðar,” bætti hann við.

Reiknað er með að um 20% íbúa á vesturlöndum þjáist af ofnæmi í einhverri mynd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert