Þorsteini Inga afhent Alheimsorkuverðlaunin

Þorsteinn Ingi Sigfússon fær hamingjuóskir frá Victor I. Tatarintsev, sendiherra …
Þorsteinn Ingi Sigfússon fær hamingjuóskir frá Victor I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands þegar tilkynnt var að hann hlyti verðlaunin. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Þetta er geysi­mik­ill heiður og hvatn­ing, ekki síst fyr­ir þá sem stunda orku­rann­sókn­ir á Íslandi,“ seg­ir Þor­steinn Ingi Sig­fús­son, pró­fess­or við Há­skóla Íslands, en í dag voru hon­um veitt Al­heimsorku­verðlaun­in (e. Global energy in­ternati­onal prize) í Pét­urs­borg í Rússlandi.

Verðlaun­in hlaut Þor­steinn fyr­ir rann­sókn­ir sín­ar í orku­mál­um, en þau eru ein æðsta viður­kenn­ing rúss­neska lýðveld­is­ins fyr­ir vís­inda­rann­sókn­ir og er ætlað að styðja alþjóðlega sam­vinnu við lausn brýn­ustu orku­vanda­mála sam­tím­ans.

Mik­ill metnaður er lagður í verðlaun­in sem nefnd hafa verið rúss­nesku Nó­bels­verðlaun­in í orku­verk­fræði og var gert ráð fyr­ir að Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seti af­henti þau. Þor­steinn var val­inn úr 146 manna hópi, en aðeins Nó­bels­verðlauna­haf­ar og meðlim­ir í rúss­nesku vís­inda­aka­demí­unni hafa rétt til að til­efna menn til verðlaun­anna. Þrjá­tíu manna alþjóðleg dóm­nefnd sá svo um valið. Þor­steinn hlaut helm­ing verðlaun­anna í ár og hinum helm­ingn­um deila Geof­frey Hewitt og Vla­dimir Nakorja­kov með sér, en þeir hljóta viður­kenn­ingu fyr­ir rann­sókn­ir og þróun í varma­skipta­fræði.

Í ræðu sinni við af­hend­ing­una sagðist Þor­steinn standa á öxl­um risa sem und­an­farna öld hafa rutt braut­ina fyr­ir nýt­ingu sjálf­bærr­ar orku.

„Af þessu til­efni vil ég leyfa mér að nefna nöfn Stein­gríms Jóns­son­ar, Jak­obs Gísla­son­ar, Gunn­ars Böðvars­son­ar, Jó­hann­es­ar Zoëga og Braga Árna­son­ar. Þess­ir ein­stak­ling­ar hafa verið fremst­ir meðal fjölda frum­herja í orku­mál­um á Íslandi.“

Þor­steinn kom einnig inn á fram­hald vetn­is­verk­efn­is­ins í ræðu sinni og sagði að fram­leiðsla og notk­un vetn­is sem orku­bera á Íslandi gæti orðið fyr­ir­mynd fyr­ir heim­inn.

Sú stefna að hverfa frá notk­un jarðefna­eldsneyt­is til nýrra orku­bera krefst þess hins veg­ar að aukið verði við færni á svæði vetni­s­tækni.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Þor­steinn verðlaun­in vera mikla hvatn­ingu til að halda áfram á sömu braut, bæði fyr­ir sig og aðra á Íslandi.

„Og ég vona að þetta verði til að styrkja út­rás okk­ar á sviði orku­tækni. Til dæm­is eru hér í Rússlandi spenn­andi atriði sem hægt er að vinna að með Rúss­um í orku­tækni, því þeir standa þar mjög framar­lega og eru öfl­ug tækniþjóð, sér­stak­lega á orku­sviði.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert