Feður geta haft áhrif á makaval kvenna

Vísindamenn hafa komist að því að konur sem eiga feður sem voru góðir við þær í barnæsku laðist að karlmönnum sem eru svipaðir feðrum þeirra í útliti, þ.e. hvað andlitið varðar.

Þetta á hinsvegar ekki við um konur sem áttu slæm samskipti við feður sína þegar þær voru börn.

Rannsóknin, sem sálfræðingur við háskólann í Durham fór fyrir, er birt í vísindaritinu Evolution and Human Behaviour, að því er fram kemur í frétt BBC.

Höfundur rannsóknarinnar, Lynda Boothroyd, segir að niðurstöðurnar auki við skilning manna á því hvernig við löðumst að ólíku fólki.

Hún segir að þekking á þessu sviði geti haft mikla þýðingu fyrir ýmsar starfsgreinar s.s. þá sem starfi við hjónabandsráðgjöf.

Vísindamennirnir segja að frægar konur eins og sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson og Zoe Ball styðji niðurstöðurnar, en þær eru giftar mönnum sem líkjast feðrum þeirra í útliti.

Samanburður á mynd af föður Nigellu, Nigel Lawson, og eiginmanni hennar, Charles Saatchi, og sömuleiðis á mynd af föður Zoe Ball, Johnny Ball, og eiginmanni hennar, Norman „Fatboy Slim“Cook, sýni fram á þeir hafi svipaða andlitsdrætti. Sérstaklega hvað varðar nef, höku og augu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert