Bandarískir geimfarar hafa hafið aðra geimgöngu sína til þess að ganga frá gömlum sólarþiljum á Alþjóðlegu geimstöðinni. Verkefnið er í höndum tveggja geimfara Atlantis-geimferjunnar. Tilgangur verkefnisins er að sjá til þess að hægt verði að snúa nýju sólarþiljunum rétt.
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur einnig ákveðið að bæta við fjórðu geimgöngunni hjá Atlantis-geimförunum, en þeim er ætlað að laga hitahlíf sem skemmdist þegar geimferjunni var skotið út í geim.
Verkfræðingar telja að hlífin hafi losnað af loftaflfræðilegum orsökum, en ekki skemmst vegna leifa sem hafi losnað og rekist í hlífina, segir á vef BBC.
Skemmdir sem urðu á geimferjunni Columbiu árið 2003 varð til þess að geimferjan splundraðist þegar hún sneri aftur til jarðar. Allir sjö um borð létust.
Atlantis tengdist Alþjóða geimstöðinni í á sunnudag.