Karlar léttast hraðar ef þeir borða lax

Lax, líkt og annar fiskur dregur úr fitu
Lax, líkt og annar fiskur dregur úr fitu mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fólk sem borðar fisk á auðveldara með að léttast, er lengur mett og hefur minni blóðfitu en fólk sem leggur sér ekki sjávarfang til munns. Þetta er meðal þess sem kom fram í meistaraverkefnum þriggja næringarfræðinga í vor.

Rannsóknir þeirra Elvu Gísladóttur, Berthu Maríu Ársælsdóttur og Atla Arnarsonar voru hluti af samevrópsku verkefni sem miðar að því að auka þekkingu á næringarfræðilegum áhrifum sjávarafurða.

Þátttakendur í rannsókninni voru hátt á þriðja hundraðið á aldrinum milli tvítugs og fertugs og voru allir of þungir. Í átta vikur var þeim skipt í fjóra hópa og voru allir settir á sama mataræðið að fiskmetinu undanskildu. Einn hópurinn fékk engan fisk og hylki með lyfleysu, annar fékk þorsk að borða þrisvar í viku, þriðji lax og fjórði hópurinn fékk hylki með fiskolíu.

Fiskætur léttast hraðar

Atli Arnarson skoðaði áhrif fiskneyslu á matarlyst og komst að því að fiskfita, í hylkjum eða úr laxi, gerði fólk saddara en annað fæði. Feitur fiskur hentar því vel þeim sem vilja minnka við sig í mat. Magur fiskur eins og þorskur hafði ekki sömu áhrif á matarlyst.

Bertha María Ársælsdóttir komst að því að neysla á fiski og lýsi hafði þau áhrif að heildarblóðfita þátttakenda minnkaði. Ennfremur kom í ljós að omega-3-fitusýrur vernda hagstæða blóðfitu. Of hátt hlutfall blóðfitu hefur verið tengt hjartasjúkdómum, meðal annars er það talið þrefalda áhættuna á kransæðastíflu.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert