A380 sem einkaþota

A380
A380 ap

Flugvélaframleiðandinn Airbus tilkynnti í dag að borist hefði pöntun á A380 risaþotu, sem ætlunin sé að nota sem einkaþotu. A380 er stærsta farþegaþota heims og getur flutt um 800 farþega í hefðbundnu farþegaflugi. Sölustjóri Airbus, John Leahy, sagði fréttastofunni AFP að kaupandinn hyggist nota þotana fyrir sig og fylgilið sitt. Kaupandinn hefur ekki verið nafngreindur, en fréttastofan hefur þó eftir Leahy að hann sé hvorki evrópskur né bandarískur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert