Endurbættur iPhone

Talsmenn Apple segja iPhone munu gjörbreyta farsímamarkaðnum og viðhorfi fólks …
Talsmenn Apple segja iPhone munu gjörbreyta farsímamarkaðnum og viðhorfi fólks til farsíma Reuters

Þótt iP­ho­ne sím­inn frá Apple sé enn ekki kom­inn út vest­an­hafs hef­ur fram­leiðand­inn þegar til­kynnt um end­ur­bæt­ur á sím­an­um, en til­kynnt var í gær að hann muni státa af gler­hlíf sem sagt er að rispist mun síður en plast­skjár­inn sem fyr­ir­hugað var að nota. Þá verður líf­tími raf­hlöðu tals­vert lengri en áður hafði verið til­kynnt.

Raf­hlaðan sem sím­inn mun not­ast við er sögð end­ast í átta klukku­stunda sím­tal eða sól­ar­hring, ef hlustað er á tónlist.

Sím­inn kem­ur í versl­an­ir þann 29. júní nk, eft­ir ell­efu daga. Ódýr­asta gerð hans, með 4 GB minni mun kosta 499 Banda­ríkja­dali, eða rúm­ar 30 þúsund krón­ur. Dýr­ari gerðin, með 8 GB minni mun kosta 599 dali. Ekki hef­ur enn verið ákveðið end­an­lega hvenær iP­ho­ne verður seld­ur í Evr­ópu en lík­legt þykir að það verði fyr­ir lok þessa árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert