Hakkaðir bananar

Þjóðernissinnaðir Tyrkir hafa brotist inn á vefsíðuna Bananar.is og breytt …
Þjóðernissinnaðir Tyrkir hafa brotist inn á vefsíðuna Bananar.is og breytt henni. mbl.is

Vefsíða Banana ehf hefur orðið fyrir árás tölvuþrjóta eða svo kallaðra hakkara og undanfarnar tvær vikur hafa komið upp skilaboð á tyrknesku í stað upplýsinga um ágæti ávaxta. Hjá Banönum ehf fengust þær upplýsingar að vefsíðustjórinn þeirra væri í fríi erlendis og að heimasíðan hefði ekki verið mjög öflug til þessa en að til stæði að breyta því í næstu viku.

Hin hakkaða síða sýnir kort af Tyrklandi þar sem búið er að stækka landamærin vel út yfir hin raunverulegu landamæri með skilaboðunum Büyük Türk sem útleggja mætti sem Stærra Tyrkland á Íslensku en ekki er ljóst hvort um grínista sem brjótast inn á heimasíður sér til dægrastyttingar eða hvort um raunverulega tyrkneska þjóðernissinna er að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert