Hakkaðir bananar

Þjóðernissinnaðir Tyrkir hafa brotist inn á vefsíðuna Bananar.is og breytt …
Þjóðernissinnaðir Tyrkir hafa brotist inn á vefsíðuna Bananar.is og breytt henni. mbl.is

Vefsíða Ban­ana ehf hef­ur orðið fyr­ir árás tölvuþrjóta eða svo kallaðra hakk­ara og und­an­farn­ar tvær vik­ur hafa komið upp skila­boð á tyrk­nesku í stað upp­lýs­inga um ágæti ávaxta. Hjá Ban­ön­um ehf feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að vefsíðustjór­inn þeirra væri í fríi er­lend­is og að heimasíðan hefði ekki verið mjög öfl­ug til þessa en að til stæði að breyta því í næstu viku.

Hin hakkaða síða sýn­ir kort af Tyrklandi þar sem búið er að stækka landa­mær­in vel út yfir hin raun­veru­legu landa­mæri með skila­boðunum Büyük Türk sem út­leggja mætti sem Stærra Tyrk­land á Íslensku en ekki er ljóst hvort um grín­ista sem brjót­ast inn á heimasíður sér til dægra­stytt­ing­ar eða hvort um raun­veru­lega tyrk­neska þjóðern­is­sinna er að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka