Ný erfðalög í Danmörku leyfa neyðarerfðaskrá sem er send í GSM síma. En hún gildir aðeins þrjá mánuði í senn. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken.
Frá áramótum 2008 verður fólki gert auðveldara að koma hinstu óskunum til ástvina. Hingað til hefur fólk þurft að setja þær niður á blað eða að segja tveimur óháðum vitnum. Jafnvel myndbandsupptökur nægðu ekki til þess að breyta erfðaskrá á síðustu stundu.
En með nýju lögunum verður hægt að senda tölvupóst eða smáskilaboð í GSM síma og í raun gildir allt sem hægt er að sanna að sé satt, ef fólk óskar að breyta skyndilega einhverju varðandi arfinn.