Atlantis kann að verða lent í Kaliforníu

Atlantis geimferjan.
Atlantis geimferjan. Reuters

Geimskutlunni Atlantis kann að verða lent í Kaliforníu í kvöld vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Flórída, þar sem áætlað var að skutlan myndi lenda í gær. Enn er rigning á lendingarstað við Kennedy-geimvísindastöðina á Flórída, og hafi ekki stytt upp í kvöld verður haldið til Kaliforníu.

Fyrsta tilraun til lendingar í Edwards-herstöðinni í Kaliforníu verður þá gerð rétt fyrir klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma, en stytti upp á Flórída getur lending þar orðið um svipað leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert