Fékk inngöngu í Mensa tveggja ára gömul

Tveggja ára bresk stúlka frá Hampshire í Englandi hefur fengið inngöngu í gáfumannafélagið Mensa. Stúlkan mældist á dögunum með 152 stiga greindarvísitölu miðað við aldur, sálfræðingurinn Joan Freeman sem lagði prófið fyrir stúlkuna segir að hún hefði líklega getað náð hærra skori, en þurfti að sá sér blund eftir þriggja stundarfjórðunga próf.

Georgia var farin að skríða fimm mánaða gömul, gekk níu mánaða gömul og gat haldið uppi samræðum eins og hálfs árs gömul. Foreldrarnir veittu því að vonum eftirtekt að stúlkunni gekk vel að læra og ákváðu að láta leggja fyrir hana Stamford-Binet greindarpróf fyrir hennar aldursflokk.

Freeman segist hafa orðið undrandi, stúlkan, sem er tveggja ára og níu mánaða gat svarað spurningum sem að öllu jöfnu vefjast fyrir fimm til sex ára börnum. Georgia þurfti að svara spurningum á borð við það hvað passi við systur ef drengur svari til bróður, þetta gerði Georgia vandræðalaust, en Freeman bendir á að börn á hennar aldri þekki varla litina og eigi í vandræðum með að halda á skriffærum.

Það sem kom Freeman hins vegar á óvart var að Georgia at teiknað nær fullkominn hring. Nokkuð sem börn á hennar aldri eiga einfaldlega ekki að geta gert. Stúlkan fékk 152 stig á prófinu en segist Freeman sannfærð um að hún hefði getað náð betri árangri.

,,Hún varð bara skyndilega mjög þreytt, að einbeita sér í 45 mínútur er mikið afrek fyrir út af fyrir sig barn á hennar aldri.

Mensa er félagsskapur fólks með háa greindarvísitölu, hann var stofnaður árið 1946, einu inntökuskilyrðin eru að viðkomandi mælist með hærri greindarvísitölu en 98% fólks, en markmið félagsins er að skapa pólitískt óháð samfélag laust við mismunun vegna félagslegrar stöðu.

Georgia er sú langyngsta sem fengiði hefur inngöngu í félagið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert