Börn, sem alin eru upp sem elsta barn í systkinahópi, eru líklegri til þess að hafa hærri greindavísitölu heldur en systkini þeirra, segir í norskri rannsókn á áhrifum aldursraðar systkina á greind. Elstu börnin læra af því að kenna yngri systkinum sínum og kemur fram í rannsókninni að elsta barnið, eða barn sem missir elsta systkini sitt og verður elst, fengu fleiri stig í greindavísitöluprófi. Tengslin fundust með því að skoða rúmlega 250.000 norska karlmenn. Þetta kemur fram á fréttvef BBC.