Grunaður um að dreifa farsímaveiru

Lög­regla á Spáni hef­ur hand­tekið 28 ára gaml­an karl­mann grunaðan um að hafa búið til og dreift tölvu­veiru, sem barst í á annað hundrað þúsund farsíma í land­inu. Rann­sókn máls­ins hef­ur staðið yfir í 7 mánuði að því er kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu lög­regl­unn­ar.

Veirunni var beitt á síma, sem eru með Blu­et­ooth sam­skipta­búnaði sem keyr­ir á Symb­i­an stýri­kerfi. Var veir­an dul­bú­in sem eró­tísk­ar mynd­ir, íþrótta­upp­lýs­ing­ar eða veiru­varna­for­rit.

Talið er að tjónið, sem veir­an olli, hlaupi á millj­ón­um evra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert