Tilraunir með fljótandi vindmyllur

Í Nor­egi verða á næst­unni gerðar til­raun­ir með fljót­andi vind­myll­ur und­an strönd­um lands­ins. Norsk Hydro og þýska fyr­ir­tækið Siem­ens hafa und­ir­ritað samn­ing um sam­starfs­verk­efnið. Mark­miðið er að virkja sterka vinda þar sem ólík­legt er að vind­myll­urn­ar valdi mik­illi sjón­meng­un.

Siem­ens mun sjá Norsk Hydro fyr­ir einni til­rauna­myllu sem Norsk Hydro mun sjá um að koma fyr­ir í grennd við Karmoey en einnig kem­ur til greina að koma henni fyr­ir í grennd við olíu­bor­palla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka