Ekkert ákveðið með verð á iPhone á Íslandi

iPhone
iPhone AP

Í frétt sem birtist á Fréttavef Morgunblaðsins í morgun um sölu á iPhone eru gefnar upp verðhugmyndir um verð á símanum þegar hann kemur til Íslands. Ekkert liggur fyrir um verð á símanum og einnig er rangt að Vodafone fái líklega samstarfssamning um sölu á iPhone og áskriftum.

Í athugasemd sem Apple á Íslandi hefur sent til Morgunblaðsins, en fréttin sem vísað er í hér að framan birtist í Morgunblaðinu í dag, kemur fram að ekki sé ljóst hvenær iPhone komi til Íslands en það hefur verið gefið upp að sala í Evrópu hefjist í lok árs en í hvaða löndum og hvernig því verður háttað er ekki ljóst.

Hvaða símafyrirtæki verður samstarfsaðili ykkar á Íslandi?

„Það er ekki vitað. Það er heldur ekki vitað hvort að síminn verður bundinn við eitt fjarskiptafyrirtæki eða ekki eins og í Bandaríkjunum."

Hvað kostar iPhone?

„Það er ekki komið á hreint enn. Það hefur enn ekkert verið gefið upp varðandi sölu í Evrópu nema að hún hefjist í lok árs og þá fyrst verður verðið ljóst. Það sem er þó ánægjulegt er að það verða ekki háir tollar á símanum eins og eru á iPod í dag."

Get ég keypt bandarískan iPhone og notað hérlendis?

„Já og nei. Þú verður að vera með bandaríska farsímaáskrift og til þess þarftu bandaríska kennitölu. Það er einnig of dýrt að nota símann þannig hérlendis. Einnig er þess krafist að þú sért með aðgang að iTunes-versluninni til að virkja símtækið og slík verslun er ekki opin hérlendis."

Styður iPhone 3G?

„Nei, hann notar hefðbundinn GSM staðal ásamt EDGE en að auki styður hann gagnaflutning um WiFi (þráðlausar internettengingar) sem er margfalt hraðvirkari en 3G."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert