Milljón ára mannstönn fannst á Spáni

Tönnin sem fannst á Spáni.
Tönnin sem fannst á Spáni.

Spænskir vísindamenn sögðu frá þvi í dag að rúmlega milljón ára gömul mannstönn hafi fundist í Atapuerca Sierra, nærri Burgos í norðurhluta landsins. Þetta eru elstu líkamsleifar manna sem fundist hafa í Vestur-Evrópu.

Ekki er ljóst hvaða tegund forföðurs nútímamannsins er að ræða, en líklegt þykir að um forföður Homo antecessor sé að ræða, sem bjó á Spáni fyrir um 350.000 árum síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert