Vísindamenn himinlifandi yfir beinagrind af dúdúfugli

Bein dúdúfuglsins sem fundust á Máritíus.
Bein dúdúfuglsins sem fundust á Máritíus. Reuters

Beinagrind af dúdúfugli, sem fannst í helli undir bambus- og teplantekru á eynni Márítíus í Indlandshafi, mun væntanlega veita nákvæmustu vísbendinar sem fengist hafa til þessa um þessa útdauðu tegund, að því er vísindamenn segja. Beinagrindi fannst fyrr í mánuðinum, en hefur verið haldið leyndri á meðan uppgreftri á henni stóð.

Julian Hume, fornleifafræðingur við Náttúrusögusafn Bretlands, segir allar líkur á að leifarnar af fuglinum veiti erfðaupplýsingar, þar sem þær hafi fundist einangraðar í helli. Það verði í fyrsta sinn sem erfðaupplýsingar um dúdúfugla fáist.

Þetta er í fyrsta sinn sem leifar af dúdúfugli finnast fjarri ströndinni á eynni, sem bendir til að fuglinn hafi lifað um alla eyjuna.

Dúdúfuglar voru ófleygir. Tegundin hefur verið útdauð síðan á sautjándu öld. Hume segir að telja megi víst að dýr sem Evrópumenn hafi haft með sér til eyjarinnar hafi eytt fuglinum fyrir um 400 árum, en kenningar um að hollenskir veiðimenn hafi strádrepið fuglana og þannig hafi þeir dáið út segir Hume vera alveg fráleitar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert